Innlent

Öryggisvörður dæmdur fyrir hótanir: "securitas - er í kaffi super takk"

Maðurinn starfaði hjá Securitas.
Maðurinn starfaði hjá Securitas.
Öryggisvörður á fimmtugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur dag fyrir að hóta tvennum hjónum sem hann átti að sinna öryggisgæslu fyrir. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður fyrir Securitas. Fyrra tilfellið átti sér stað um miðjan ágúst 2009.

Þá hringdi maðurinn í heimasíma hjónanna og lagði á í þrígang. Þessi símtöl ollu ónæði og röskuðu næturró hjónanna. Í þessum símhringingum fólust hótanir sem voru til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hjónanna samkvæmt dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Seinna tilfellið átti sér stað rétt tæpum mánuði eftir að hann ógnaði fyrstu hjónunum. Þá sendi maðurinn tvö nafnlaus skilaboð í farsíma konunnar og jafnframt hringdi hann ítrekað sömu nótt í heimasíma þeirra. Í hvert skiptið sem sonur þeirra svaraði skellti maðurinn svo á.

Í smáskilaboðunum sem hann sendi hjónunum stóð: „Jæjæ við byrjum mala sven herbergi en fint – stofa er ekki tilbuin. kv. Siggi malary & co."

Og svo: „securitas – er í kaffi super takk."

Maðurinn var á sakaskrá þegar hann var ráðinn til vinnu hjá Securitas, en hann var dæmdur fyrir þjófnað árið 2004. Nú var maðurinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára og fellur refsingin niður haldi hann almennt skilorð þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×