Innlent

Ekkert eftirlit með dæmdum barnaníðingum

Helga Arnardóttir skrifar
Ekkert eftirlit er með dæmdum barnaníðingum hér á landi eftir að þeir hafa afplánað dóm. Barnaverndarstofa hefur lagt til að barnaverndarlögum verði breytt þannig að auknar heimildir verði til eftirlits með slíkum mönnum.

Samkvæmt núgildandi barnaverndarlögum hefur Barnaverndarstofa engar heimildir til að hafa eftirlit með dæmdum barnaníðingum eftir að afplánun þeirra líkur.

„Það er gert ráð fyrir því að Barnaverndarstofa geti upplýst barnaverndarnefndir hvar þessir menn eru búsettir ef ástæða þykir til en Barnaverndarstofa fær hins vegar engar upplýsingar um það hvenær þeir hefja afplánun eða ljúka henni og hvert þeir fara. Þannig að í rauninni eru ekki nein virk úrræði í lögum í dag til að fylgjast vel með þessum mönnum," segir Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu og bætir við:

„Barnaverndarstofa hefur lagt til að embættinu verði heimilað að framkvæma áhættumat á mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum svo hægt verði að fá upplýsingar um hvenær þeir ljúka afplánun og hvert þeir fara að henni lokinni."

Heiða Björg segir að mennirnir sem þyrftu að undirgangast slíkt áhættumat hér á landi væru ekki margir. Nokkur dæmi væru um að menn hefðu gerst brotlegir gagnvart börnum eftir afplánun en sem betur fer væru þau ekki mörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×