Fótbolti

Löw verður áfram með þýska landsliðið

Joachim Löw hefur framlengt samningi sínum við þýska knattspyrnusambandið fram til loka ársins 2014.
Joachim Löw hefur framlengt samningi sínum við þýska knattspyrnusambandið fram til loka ársins 2014. Nordic Photos/Getty Images
Joachim Löw hefur framlengt samningi sínum við þýska knattspyrnusambandið fram til loka ársins 2014 og mun hann því stjórna liðinu á næsta HM sem fram fer í Brasilíu.

Löw hefur náð fínum árangri með þýska karlalandsliðið í fótbolta en liðið lék til úrslita á EM 2008 og komst í undanúrslit á HM 2010. Í undankeppni EM 2012 hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína en næsta verkefni er gegn Kasakstan þann 26. mars.

Það eru því allar líkur á því að Þjóðverjar verði í úrslitum EM sem verða í Póllandi og Úkraínu árið 2012.

Löw er 51 árs gamall og hann hóf þjálfaraferilinn hjá Stuttgart 1996-1998. Þaðan fór hann til Fenerbache í Tyrklandi 1998-1999. Hann var þjálfaði ýmis lið á árunum 2000-2004 en hann gerðist aðstoðarþjálfari landsliðsins árið 2004 og tók við sem aðalþjálfari árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×