Innlent

Valitor segir ábyrgðina liggja hjá söluaðila

„Það er frumskilyrði söluaðila í öllum greiðslukortaviðskiptum að sannreyna að réttur korthafi framkvæmi viðskiptin. Ef söluaðili er í vafa um hvort um réttan korthafa sé að ræða, getur hann leitað til þjónustuvers Valitor til að grennslast fyrir um hvort upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og útgáfubanka kortsins komi heim og saman við þær upplýsingar sem söluaðili hefur fengið hjá kaupanda og þannig komið í veg fyrir að óprúttnir aðiliar svíki út vörur. Meginreglan er alltaf sú að fara að öllu með gát. "

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valitor hefur sent frá sér vegna frétta um að óprúttnir aðilar hafi notað stolin kreditkort til að kaupa tölvur af netversluninni Eldhaf.is. Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf., sagði í bréfi sem hann sendi norðlenska fréttavefnum Vikudegi að hann væri mjög ósáttur við að Valitor vildi ekki bæta honum tjón vegna þessa.

Vísir greindi frá málinu í morgun.

Þá vilja forsvarsmenn Valitor koma á framfæri að örugg greiðslusíða Valitor tryggir öryggi í meðferð kortaupplýsinga og að varsla slíkra upplýsinga sé í höndum Valitor en ekki söluaðila.


Tengdar fréttir

Varð fyrir barðinu á kortasvindlurum - ósattur við Valitor

Vörur fyrir um eina milljón króna voru keyptar með stolnum greiðslukortum í gegn um netverslunina Eldhaf.is sem er á vegum endursöluaðila Apple á Norðurlandi. Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf,, er ósáttur við greiðslukerfi kortafyrirtækisins Valitor sem neitar að bæta honum skaðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×