Innlent

Beina nýju munntóbaki að ungmennum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Munntóbak hefur notið mikilla vinsælda meðal íþróttafólks. Hér er hafnaboltamaðurinn Carlos Perez að hrækja út úr sér tóbaki. Mynd/ afp.
Munntóbak hefur notið mikilla vinsælda meðal íþróttafólks. Hér er hafnaboltamaðurinn Carlos Perez að hrækja út úr sér tóbaki. Mynd/ afp.
Til stóð að markaðssetja nýja tegund af skrotóbaki, sem er einskonar munntóbak, hér á landi. Markaðssetningunni er víðast beint að ungu fólki þar sem efnið er bragðbætt. Hjá Lýðheilsustofnun fengust þær upplýsingar að í það minnsta eitt fyrirtæki hafi verið farið að huga að innflutningi á efninu hér á landi.

Velferðarráðherra greip til sinna ráða í gær og lagði fram frumvarp sem bannar dreifingu og notkun efnisins. „Það er sem sagt ekki verið að banna neitt sem fyrir er í landinu, en verið að koma í veg fyrir innflutning á nýrri tegund, sem er sérstaklega beint gegn ungmennum," segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Hún segir að um sé að ræða litlar töflur, sem líkist myntutöflur, með ýmisskonar bragðefnum.

Í greinagerð með frumvarpi velferðarráðherra segir að undanfarin ár hafi reykingar dregist saman en á sama tíma hafi munntóbaksneysla ungs fólks aukist. Neysla reyklauss tóbaks, einkum þess sem tekið er í munn, geti valdið ýmsum tannholssjúkdómum, tannmissi og tannholdsrýrnun en sætuefni sem blandað er við tóbak geti valdið tannskemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×