Innlent

Mikið af makrílseiðum á loðnumiðunum

Sjómenn á loðnuskipum, sem nú eru að ljúka vertíðinni, segjast hafa orðið varir við mikið af makrílseiðum í aflanum í vetur, nokkuð sem hefur vart sést áður.

Þeir telja þetta til marks um það að makríllinn leiti ekki aðeins á Íslandsmið í ætisleit á sumrin, heldur sé hann farinn að alast upp hér við land.

Sjómennirnir benda á að auðvelt sé að sjá þetta nákvæmlega um borð í vinnsluskipunum, þar sem allur afli er flokkaður nákvæmlega og telja þessar upplýsingar jákvætt innlegg í næstu samningalotu okkar um makrílveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×