Innlent

Foreldrar hafna skólatillögum - Hjálmar settur af sem fundarstjóri

Frá fundinum í Breiðholti.
Frá fundinum í Breiðholti.
Fundur foreldra leik- og grunnskólabarna í Breiðholti hafnar tillögum borgarstjórnarmeirihlutans um sameiningar í leik og grunnskólum. Þetta kemur fram ályktun fjölmenns fundar foreldra með borgarstjóra og borgarfulltrúum í morgun.

Til stóð að Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, myndi stýra fundinum en foreldrar tóku sig saman og skipuðu nýjan fundarstjóra. Í ályktun fundarins eru vinnubrögð starfshóps undir forsætis Oddnýjar Sturludóttur ennfremur harðlega gagnrýnd en fundarmenn telja að engan vegin sé sýnt fram á faglegan eða fjárhagslegan ávining af tillögum hópsins.

Einnig áréttar fundurinn að á meðan borgin sóar umtalsverðum fjármunum í ólögbundin gæluverkefni séu ekki forsendur til frekari skerðinga í skólastarfi en orðnar eru




Fleiri fréttir

Sjá meira


×