Handbolti

Björgvin Páll meiddur og spilar ekki - Sveinbjörn á leiðinni

Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar
Björgvin getur ekki spilað á morgun.
Björgvin getur ekki spilað á morgun.
Íslenska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag þegar markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson meiddist á æfingu. Hann mun því ekki spila leikinn mikilvæga gegn Þýskalandi á morgun.

Björgvin Páll fékk bolta í augað með þeim afleiðingum að það blæddi inn á augað.

Farið var með Björgvin til sérfræðings í Þýskalandi sem var taldi ekki líklegt meiðslin væru varanleg.

Engu að síður var ekki teflt á tvær hættur með meiðslin og Björgvin mun því fylgjast með leiknum úr stúkunni.

Þetta er mikið áfall fyrir Björgvin sem og landsliðið enda hefur Björgvin staðið sig frábærlega og átti magnaðan leik gegn Þýskalandi síðasta miðvikudag.

Búið er að hóa í Sveinbjörn Pétursson, markvörð Akureyrar, og hann er á leið til móts við landsliðið. Hann mun því væntanlega byrja leikinn á bekknum á meðal Hreiðar Levý Guðmundsson fer í byrjunarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×