
Matur er mál málanna
Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.
Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum
Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.
Efnahagslegt umrót
Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.
Verðhækkanir á mat
Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.
Gerum ekki lítið úr vandanum
Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.
Sáttmáli um fæðuöryggi?
Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands.
Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir.
Skoðun

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar