Enski boltinn

Balotelli fékk ofnæmisviðbrögð í Kænugarði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli í leiknum í gær.
Mario Balotelli í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Mario Balotelli hafi þurft að fara af velli í hálfleik vegna ofnæmisviðbragða.

„Hann var með ofnæmi en ég veit ekki fyrir hverju,“ sagði Mancini við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann var mjög bólginn í andlitinu.“

„Hann vildi spila í seinni hálfleik en bólgnaði upp rétt áður en hann hófst. Ég var sjálfur kominn út á völl en sá Mario hvergi. Þá var mér sagt hvað var í gangi.“

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Balotelli hafi verið með ofnæmi fyrir grasinu á vellinum.

City tapaði leiknum, 2-0, og var Mancini vitanlega ósáttur við þá niðurstöðu.

„Það getur allt gerst í knattspyrnu og þó svo að það hafi ekki verið gott að tapa leiknum 2-0 þá munum við gera okkar allra besta í síðari leiknum,“

sagði Mancini.

„En til að komast áfram í fjóðungsúrslitin verðum við að spila betur og verjast betur en við gerðum. Mér fannst við spila vel en við gerðum tvö mistök sem reyndust mjög dýrkeypt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×