Fótbolti

Wenger skilur ekkert í kæru UEFA: Ættu að sýna smá auðmýkt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, furðar sig á kæru UEFA á hendur honum vegna samskipta hans og dómarans Massimo Busacca eftir tapleiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Wenger gagnrýndi harðlega rauða spjaldið á Robin van Persie í fjölmiðlum en hann var hinsvegar kærður fyrir óviðeignandi orðalag í samtali sínu við Busacca eftir leik.

„Ég hafna öllum sakargiftum og skil bara ekki hvaðan þetta kemur," sagði Arsene Wenger.

„Það væri best fyrir UEFA að sýna smá auðmýkt og biðjast afsökunar á því sem gerðist í stað þess að kæra menn sem hafa ekki gert neitt af sér," sagði Wenger.

Wenger gekk á Busacca strax eftir leik ásamt landa sínum Samir Nasri og þeir voru báðir klagaðir af hinum hörundsára Busacca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×