Gengisáhætta af Icesave Friðrik Már Baldursson skrifar 30. mars 2011 06:00 Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar