Innlent

Sjö menn á vegum sérstaks saksóknara aðstoðuðu við húsleit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvær af þeim fimm húsleitum sem lögreglan í Lúxemborg réðst í fyrr í dag vegna rannsóknar á Kaupþingi voru gerðar að beiðni sérstaks saksóknara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embættinu. Þrjár húsleitir voru svo gerðar á vegum efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar.

Sérstakur saksóknari segir að aðgerðirnar í morgun hafi verið umfangsmiklar. Alls hafi 55 lögreglumenn frá lögreglunni í Lúxemborg tekið þátt í þeim, en 7 starfsmenn embættis sérstaks saksóknara voru þeim til aðstoðar.

Í fréttatilkynningu frá sérstökum saksóknara segir að vegna þess hve aðgerðirnar séu á viðkvæmu stigi sé ekki unnt að gefa nánari upplýsingar um þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×