Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:49 Lögregla er í viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla og óeirða um helgina. AP/PA Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu. Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu.
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira