Viðskipti erlent

Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland

Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér.

Í tilkynningunni segir að starfsemi Banque Havilland hafi ekki verið ástæðan fyrir húsleitinni heldur snérist húsleitin um starfsemi Kaupthing Banki fyrir daga Banque Havilland. Sem kunnugt er af fréttum var Banque Havilland stofnaður á grunni Kaupþings í Lúxemborg eftir bankahrunið haustið 2008.

Ennfremur segir í tilkynningunni að því miður geti bankinn ekki veitt frekari upplýsingar en að starfsmenn hans séu í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í málinu.


Tengdar fréttir

Húsleitir í Lúxemborg vegna Kaupþingsmálsins

Lögreglan í Lúxemborg gerði húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office og sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Kaupþingsmálinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Serious Fraud Office að húsleitirnar tengist rannsókn SFO og sérstaks saksóknara á hruni Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×