Innlent

Húsleitir í Lúxemborg - Ólafur á staðnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson vildi ekkert segja um það hvar húsleitirnar voru gerðar.
Ólafur Þór Hauksson vildi ekkert segja um það hvar húsleitirnar voru gerðar.
Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir í samtali við Vísi að embætti hans hafi gert húsleitir í Lúxemborg í morgun.

Fram kom í fréttatilkynningu frá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, að húsleitir hefðu verið gerðar hjá þremur fyrirtækjum og á tveimur heimilum. Aðgerðirnar eru gerðar í samvinnu sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar og lögreglunnar í Lúxemborg.

Ólafur er staddur í Lúxemborg vegna málsins. Það eina sem ég get sagt um málið er að ég get staðfest að við erum í aðgerðum og fréttatilkynning er væntanleg síðar," segir Ólafur. Hann vill ekkert segja um það hvar farið var í húsleitir. „Við gefum aldrei upplýsingar um leitarstaði," segir Ólafur í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Húsleitir í Lúxemborg vegna Kaupþingsmálsins

Lögreglan í Lúxemborg gerði húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office og sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Kaupþingsmálinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Serious Fraud Office að húsleitirnar tengist rannsókn SFO og sérstaks saksóknara á hruni Kaupþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×