Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins Erla Hlynsdóttir skrifar 29. mars 2011 09:21 Chrystel er aðeins sextán mánaða gömul. Rottweilerhundar teljast fullvaxta um þriggja ára aldurinn Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að tíkinni skyldi lógað eftir að hún beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en það er mat héraðsdýralæknis Suðurlandsumdæmis að aflífa eigi hunda sem ráðast á fólk, og að þar með eigi að aflífa Chrystel. Byggir sýslumaður ákvörðun sína aðallega á þessu mati héraðsdýralæknis. Í stjórnsýslukærunni eru bornar brigður á álit læknisins með vísan í skapgerðarmat sem tíkin fór í þar sem sýnt þótti fram á að tíkin væri ekki hættuleg, en að hún þyrfti á mikilli þjálfun að halda. Þá er því haldið fram í kærunni að sýslumanni sé ekki heimilt að taka ákvörðun um að lóga skuli hundi, enda megi slíka ákvörðun ekki taka nema með dómsúrskurði. „Í þriðja lagi er það ekki réttlátt og gengur út fyrir allt meðalhóf að tíkin þurfi að gjalda fyrir mistök eigenda sinna með lífi sínu. Vægari aðgerðir hljóta að vera tiltækar," segir í kærunni. Þegar árásin átti sér stað var tíkin bundin fyrir framan húsið og hefur eigandi játað að hafa gert mistök með því að skilja hana eftir bundna þannig að enginn kæmist að húsinu nema mæta tíkinni. Einnig er vakin athygli á því að konan sem var bitin vill alls ekki að tíkinni verði lógað og hefur opinberlega lýst því yfir að hún vilji að tíkin fái að lifa. „Í fimmta lagi veldur það kæranda umtalsverðum fjárhagslegum skaða ef tíkin yrði aflífuð. Kærandi flutti tíkina frá BNA í því skyni að stunda ræktunarstarf og eru umtalsverðir fjármunir að baki því að kaupa tíkina og flytja til Íslands," segir þar loks. Tíkin er nú vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Um 1800 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Chrystel fái að lifa. Sjá hér. Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 1300 manns vilja að Rottweilertíkin lifi Tæplega 1300 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Rottweilertíkin Chrystel fái að lifa. Hún er vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Chrystel beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar og vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá er eigandi Chrystel afar ósátt við þá niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. Konan sem tíkin beit hefur ennfremur tjáð sig við Vísi og hún vill einnig að tíkin fái að lifa. Eigandi Chrystel hefur ráðið sér lögmann og er málið enn í fullum gangi. Undirskriftasíðuna má finna hér. http://www.facebook.com/pages/Undirskriftarlisti-Rottweilerinn-Chrystel-lifi/190499364325073 28. mars 2011 09:30 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að tíkinni skyldi lógað eftir að hún beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en það er mat héraðsdýralæknis Suðurlandsumdæmis að aflífa eigi hunda sem ráðast á fólk, og að þar með eigi að aflífa Chrystel. Byggir sýslumaður ákvörðun sína aðallega á þessu mati héraðsdýralæknis. Í stjórnsýslukærunni eru bornar brigður á álit læknisins með vísan í skapgerðarmat sem tíkin fór í þar sem sýnt þótti fram á að tíkin væri ekki hættuleg, en að hún þyrfti á mikilli þjálfun að halda. Þá er því haldið fram í kærunni að sýslumanni sé ekki heimilt að taka ákvörðun um að lóga skuli hundi, enda megi slíka ákvörðun ekki taka nema með dómsúrskurði. „Í þriðja lagi er það ekki réttlátt og gengur út fyrir allt meðalhóf að tíkin þurfi að gjalda fyrir mistök eigenda sinna með lífi sínu. Vægari aðgerðir hljóta að vera tiltækar," segir í kærunni. Þegar árásin átti sér stað var tíkin bundin fyrir framan húsið og hefur eigandi játað að hafa gert mistök með því að skilja hana eftir bundna þannig að enginn kæmist að húsinu nema mæta tíkinni. Einnig er vakin athygli á því að konan sem var bitin vill alls ekki að tíkinni verði lógað og hefur opinberlega lýst því yfir að hún vilji að tíkin fái að lifa. „Í fimmta lagi veldur það kæranda umtalsverðum fjárhagslegum skaða ef tíkin yrði aflífuð. Kærandi flutti tíkina frá BNA í því skyni að stunda ræktunarstarf og eru umtalsverðir fjármunir að baki því að kaupa tíkina og flytja til Íslands," segir þar loks. Tíkin er nú vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Um 1800 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Chrystel fái að lifa. Sjá hér.
Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 1300 manns vilja að Rottweilertíkin lifi Tæplega 1300 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Rottweilertíkin Chrystel fái að lifa. Hún er vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Chrystel beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar og vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá er eigandi Chrystel afar ósátt við þá niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. Konan sem tíkin beit hefur ennfremur tjáð sig við Vísi og hún vill einnig að tíkin fái að lifa. Eigandi Chrystel hefur ráðið sér lögmann og er málið enn í fullum gangi. Undirskriftasíðuna má finna hér. http://www.facebook.com/pages/Undirskriftarlisti-Rottweilerinn-Chrystel-lifi/190499364325073 28. mars 2011 09:30 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01
Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05
1300 manns vilja að Rottweilertíkin lifi Tæplega 1300 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Rottweilertíkin Chrystel fái að lifa. Hún er vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Chrystel beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar og vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá er eigandi Chrystel afar ósátt við þá niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. Konan sem tíkin beit hefur ennfremur tjáð sig við Vísi og hún vill einnig að tíkin fái að lifa. Eigandi Chrystel hefur ráðið sér lögmann og er málið enn í fullum gangi. Undirskriftasíðuna má finna hér. http://www.facebook.com/pages/Undirskriftarlisti-Rottweilerinn-Chrystel-lifi/190499364325073 28. mars 2011 09:30
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55
Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22
Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15