Skriplað á skötu Haraldur Benediktsson skrifar 29. mars 2011 09:11 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á.
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar