Viðskipti erlent

Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var

Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum.

Aukinn útflutningur, verðhækkanir á matvælum og eldsneyti, að viðbættum meiri vexti í einkaneyslu en reiknað var með, skiluðu þessari niðurstöðu.

Bandaríska stórblaðið Washington Post segir erfitt að halda í horfinu á þessu ári þar sem efnahagslífið eigi mikið undir því að heimshagkerfið takið við sér. -jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×