Viðskipti innlent

Orkuveitan fær ekki lán

Símon Birgisson skrifar
Erlend lánafyrirtæki hafa ekki viljað veita Orkuveitu Reykjavíkur lán og hefur norræni fjárfestingarbankinn sett fyrirtækið í frost. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóra Orkuveitunnar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, ritaði þann 23 þessa mánaðar. Þar segir forstjórinn meðal annars að helstu lánastofnanir hafa verið tregar til að lána Orkuveitunni og á árinu 2011 hafi algerlega lokast fyrir lánalínur til fyrirtækisins.

Í minnisblaðinu kemur fram að Deutsche Bank hafi ekki viljað lána Orkuveitunni nema til kæmu frekari tryggingar, Barclays bankinn sagðist ekki vilja lána til Íslands að svo komnu máli, og að Citibank hafi ekki hug á að veita Orkuveitunni lán í bráð þó vilji sé til framtíðarsamstarfs.

Mikilvægasti lánveitandi Orkuveitunnar er þó norræni fjárfestingarbankinn. Í raun hefði fyrsta lánið til Íslands eftir hrun átt að vera til Orkuveitunnar og var það rætt á fundi bankans og Orkuveitunanr í ágúst á síðasta ári. Í byrjun árs 2011 hafi afstaða bankans breyttist hins vegar afstaða bankans til hins verra. Á minnisblaðinu segir:

"Mat NIB á lánshæfi OR var að það væri óviðunandi og bankinn myndi ekki lána OR að svo komnu máli."

Nú í mars kom nýtt tilboð frá Norræna fjárfestingarbankanum sem var þó háð því að Reykjavíkurborg myndi leggja átta milljarða króna í fyrirtækið. Það er því af sem áður var þegar Orkuveitan lagði borgarsjóði til hundruð milljóna á ári í arðgreiðslur. Nú hefur dæmið snúist við.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×