Viðskipti innlent

Ný þjónustu­mið­stöð opnuð við Land­eyjahafnar­af­leggjarann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stefnt er að því að opna net þjónustumiðstöðva undir nafninu Laufey Welcome Center.
Stefnt er að því að opna net þjónustumiðstöðva undir nafninu Laufey Welcome Center.

Ný þjónustumiðstöð verður opnuð við Landeyjahafnarafleggjarann nú um helgina. Um er að ræða fyrstu þjónustumiðstöðina sem er opnuð undir nafninu Laufey Welcome Center en stefnt er að neti miðstöðva um allt land.

„Laufey Bistró mun bjóða upp á úrvals matseðil fyrir svanga sælkera. Í Laufey eru hreinustu sjálfhreinsandi salerni í heimi frá Sanitronics í Hollandi, sjálfsafgreiðsluverslun með helstu drykkjum, snarli og vörum fyrir ferðalanga og einstök gagnvirk upplýsingaborð um áhugaverða staði og þjónustu í nærumhverfi. Allar upplýsingar um ferðir Herjólf verða áberandi. Kempower hraðhleðslustöðvar eru fyrir átta rafbíla, vöktuð bílastæði og ilmandi Costa kaffi. Laufey mun opna snemma, loka seint og stefnt er að opnun allan sólarhringinn fyrir hluta þjónustunnar sem er bylting í kjarnaþjónustu fyrir sveitarfélagið og vegfarendur á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá Svarið ehf.

Hópurinn á bakvið Laufey er sagður telja yfir 30 eigendur sem eru áhugafólk um bætta innviði og þá sérstaklega hraðhleðslu fyrir stækkandi rafbílaflota landsmanna og vönduð hrein salerni við þjóðveginn.

Stofnandi fyrirtækisins er Halldór Pálsson, bókaútgefandi og einn stofnenda ABC barnahjálpar, en sonur hans, Davíð Elí Halldórsson, er framkvæmdastjóri. Þá er Sveinn Waage sölu- og markaðastjóri fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×