Evrópska rafhlaupahjólaleigan Bolt opnar á Íslandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:28 Bolt byrjar með 800 hlaupahjól í Reykjavík. Mynd/Bolt Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar. Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar.
Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira