Viðskipti innlent

Stefna að því að opna Starbucks á fyrri hluta næsta árs

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Keðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heimi.
Keðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heimi.

Berjaya Food International stefnir að því að opna fyrsta Starbucks-kaffihús Íslands á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi næsta árs.

Eins og fram hefur komið tryggði BFI sér nýverið rekstrarrétt Starbucks-kaffihúsa á Íslandi, Danmörku og Finnlandi. Fyrirtækið segist ætla sér stóra hluti.

Alia Emira Binti Ismail, upplýsingafulltrúi Berjaya Food International, staðfestir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á skipulagninguna og að stefnt sé á að opna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur.

Fram kom um helgina að fyrirtækið malasíska hefði keypt réttinn á rekstri Starbucks-kaffihúsa en það er stærsta keðja kaffihúsa í heimi og lesendum flestum eflaust kunnug.


Tengdar fréttir

Starbucks kemur til Íslands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×