Innlent

Tignarlegur fálki í bæjarferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnlaugur Örn Valsson náði þessari tignalegu mynd af fálkanum.
Gunnlaugur Örn Valsson náði þessari tignalegu mynd af fálkanum.
„Mér fannst þetta mjög sérstakt. Hann var svo tignarlegur og flottur og var bara svo spakur líka að ég varð eiginlega meira en hissa," segir Gunnlaugur Örn Valsson, sem rakst á þennan fallega fálka á göngutúr um Leirvogstungu í gær. Gunnlaugur var úti að ganga með hundinn sinn þegar að hann sá fuglinn og segir að hann hafi verið mjög spakur. Hann hafi ekki verið í nema um tveggja til þriggja metra fjarlægð frá sér.

Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þarna sé um að ræða ungan fálka. Það sé algengt að þeir komi nálægt byggð. „Þeir koma jafnvel inn í bæ og eru að elta dúfur og svona," segir Ævar. Hann segir að eldri fuglar ferðist hins vegar ekki jafn mikið um hinir yngri. Þá verpi fuglinn ekki í nágrenni við Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×