Skoðun

Þarf aldrei að greiða?

Átta hæstaréttarlögmenn skrifar
Því er haldið að íslensku þjóðinni að í lagi sé að semja um kröfurnar vegna þess að aldrei þurfi að greiða þær. Þrotabú Landsbankans muni þegar upp er staðið eiga fyrir þessu. En hvers vegna þarf þá að semja?

Ef kröfurnar fást greiddar úr þrotabúinu er skuldbinding íslensku þjóðarinnar jafn óþörf og hún er ranglát, því kröfuhafarnir geta einfaldlega beðið eftir greiðslu úr búinu.

Er samningaleiðin áhættuminni leið?

Því hefur verið haldið fram að við eigum að samþykkja Icesavelögin þar sem betri sé "mögur sátt en góður dómur". En er þetta sátt? Nei, við teljum nær að tala um uppgjöf. Samningarnir loka ekki áhættu Íslands af málinu heldur breyta henni úr dómsmálaáhættu í krónum yfir í viðurkennda skuld sem er háð gjaldmiðla- og eignaverðsáhættu. Við breytingar á gengi gjaldmiðla og óvissu eignamati getur þessi skuld orðið gríðarlega þungbær.

Við höfum allan rétt með okkur í dómsmáli sem yrði rekið um skuldbindingar ríkissjóðs. Allar líkur eru á því að engin skuld falli á Íslendinga hvað sem líður þróun gengis gjaldmiðla og eignaverðs.

Versta mögulega niðurstaða yrði síðan sú, að íslenska ríkið yrði dæmt til greiðslu skaðabóta og vaxta í íslenskum krónum. Þeir vextir er hagstæðir og ekki síðri en þeir sem felast í núverandi samningum.

Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Sveinn Snorrason hrl

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×