Exótískar matvöruverslanir Atli Fannar Bjarkason skrifar 27. mars 2011 11:14 Fólk hefur ýmsar leiðir til að takast á við erfiðleikana sem fylgja því að vera til. Sumir lesa sjálfshjálparbækur á meðan aðrir leggjast á bekk sérfræðinga. Ég gef lítið fyrir það, en sæki stundum huggun í tónlist. Það getur reynst skammgóður vermir því tónlistarmennirnir sem ég hlusta á kunna ekki á að takast á við vandamál hversdagsins án þess að bresta í söng. Hvað er málið, Matt Berninger? Flestir þurfa einhvern tíma að flýja raunveruleikann. Sumir nota eiturlyf, en ég sest upp í bílinn minn og keyri í næstu matvöruverslun. Ekki til að birgja mig upp af hnausþykkum rjómaís, sem hefur á undraverðan hátt orðið að vinsælu verkjastillandi lyfi með góðri hjálp frá Hollywood. Nei, sáluhjálpin felst í að versla í matinn - ekki borða hann. Mér líður aldrei betur en þegar ég líð hægt um ganga matvöruverslunarinnar með skröltandi innkaupakerru fyrir framan mig. Það er eins og þá standi mér allir möguleikar opnir. Tóm karfa og einfalt verkefni; að fylla hana alls kyns hlutum í lofttæmdum umbúðum sem eru að fara að sjá til þess að ég haldi lífi næstu daga. Ef ég væri Bubbi og væri að skrifa þennan pistil segði ég að Guð væri í matarkörfunni. En ég er ekki Bubbi. Ég kann ekki einu sinni að spila á gítar. Að versla í matinn er að mörgu leyti eins og ólgandi heitt kynlíf, fyrir utan þá staðreynd að samkvæmt 209. grein hegningarlaga er bannað að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi og því erfitt að ætla sér að versla nakinn. Ég geri það allavega ekki aftur. En fyrir góða verslunarferð, rétt eins og fyrir 12 lotu bardaga í svefnherberginu, þarf maður að vera búinn að undirbúa sig lauslega, en alls ekki of vel. Ekki vill maður að innkaupaferðin verði of hefðbundin. Til að auka ánægjuna er sniðugt að koma á óvart og raða alls kyns hlutum í körfuna sem maður hefur oft séð, en aldrei smakkað (þú mátt líta á þetta ráð sem gjöf frá mér til þín). Ég vorkenni þeim sem líta á matvöruverslanir aðeins sem staði til að kaupa inn. Þær eru svo miklu meira. Sæluhallir; fullar af losta og exótík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Fólk hefur ýmsar leiðir til að takast á við erfiðleikana sem fylgja því að vera til. Sumir lesa sjálfshjálparbækur á meðan aðrir leggjast á bekk sérfræðinga. Ég gef lítið fyrir það, en sæki stundum huggun í tónlist. Það getur reynst skammgóður vermir því tónlistarmennirnir sem ég hlusta á kunna ekki á að takast á við vandamál hversdagsins án þess að bresta í söng. Hvað er málið, Matt Berninger? Flestir þurfa einhvern tíma að flýja raunveruleikann. Sumir nota eiturlyf, en ég sest upp í bílinn minn og keyri í næstu matvöruverslun. Ekki til að birgja mig upp af hnausþykkum rjómaís, sem hefur á undraverðan hátt orðið að vinsælu verkjastillandi lyfi með góðri hjálp frá Hollywood. Nei, sáluhjálpin felst í að versla í matinn - ekki borða hann. Mér líður aldrei betur en þegar ég líð hægt um ganga matvöruverslunarinnar með skröltandi innkaupakerru fyrir framan mig. Það er eins og þá standi mér allir möguleikar opnir. Tóm karfa og einfalt verkefni; að fylla hana alls kyns hlutum í lofttæmdum umbúðum sem eru að fara að sjá til þess að ég haldi lífi næstu daga. Ef ég væri Bubbi og væri að skrifa þennan pistil segði ég að Guð væri í matarkörfunni. En ég er ekki Bubbi. Ég kann ekki einu sinni að spila á gítar. Að versla í matinn er að mörgu leyti eins og ólgandi heitt kynlíf, fyrir utan þá staðreynd að samkvæmt 209. grein hegningarlaga er bannað að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi og því erfitt að ætla sér að versla nakinn. Ég geri það allavega ekki aftur. En fyrir góða verslunarferð, rétt eins og fyrir 12 lotu bardaga í svefnherberginu, þarf maður að vera búinn að undirbúa sig lauslega, en alls ekki of vel. Ekki vill maður að innkaupaferðin verði of hefðbundin. Til að auka ánægjuna er sniðugt að koma á óvart og raða alls kyns hlutum í körfuna sem maður hefur oft séð, en aldrei smakkað (þú mátt líta á þetta ráð sem gjöf frá mér til þín). Ég vorkenni þeim sem líta á matvöruverslanir aðeins sem staði til að kaupa inn. Þær eru svo miklu meira. Sæluhallir; fullar af losta og exótík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun