Innlent

86% vilja Breta fyrir dóm vegna hryðjuverkalaganna

Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Um 86 prósent landsmanna vilja draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverklaga.

Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 8. til 11. mars.

Spurt var: Telur þú að íslensk stjórnvöld hefðu átt að stefna breskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslendingum í nóvember 2008?

Af þeim sem afstöðu tóku svöruðu 86,5 prósent Já en Nei sögðu 13,5 prósent. Ekki var marktækur munur á afstöðu kynja. Úrtak var 902 einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára.

Afstöðu tóku 72,7prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×