Innlent

Skálmöld slær í gegn

Meðlimir Skálmaldar
Meðlimir Skálmaldar
Víkingarokkssveitin Skálmöld situr nú í toppsæti Tónlistans aðra vikuna í röð með plötu sína Baldur. Þetta telst að mörgu leyti óvenjulegt, yfirleitt eiga harðar rokksveitir á borð við Skálmöld ekki upp á pallborðið hjá almenningi en blómstra frekar í einangruðum kreðsum tónlistarinnar.

Þá er sú staðreynd að sveitin hefur litla sem enga spilun fengið í útvarpi og ekki átt sæti á neinum vinsældarlistum, mjög sérstök í ljósi þessa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá færeyska útgáfufyrirtækinu Tutl sem gefur sveitina út.

Síðustu fréttir af Skálmöld eru þær að sveitarliðar hafa staðfest að vera í viðræðum við stórt útgáfufyrirtæki erlendis um mögulega útgáfu Baldurs á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×