Fótbolti

Ancelotti ætlar aldrei að þjálfa lið Inter Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea á hverjum einasta blaðamannafundi sem hann heldur þessa dagana. Það eru nefnilega miklar vangaveltur um framtíð hans á Brúnni og hefur hann verið orðaður við mörg ítölsk félög að undanförnu. Ancelotti segir þó ekki koma til greina að fara til eins félags - nágranna AC Milan í Inter.

„Ég gæti aldrei hugsað mér að fara sömu leið og Leonardo þó ég virði hans ákvörðun. Ég eyddi þrettán árum hjá AC Milan og ég gæti aldrei afneitað fortíð minni svona," sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Il Giorno.

„Moratti sagði að hann hefði einnig hugsað til mín og ég vil þakka honum fyrir hlý orð en ég breytist ekkert. Ég er AC Milan maður," sagði Ancelotti og bætti við:

„Ef að Moratti myndi hringja í framtíðinni þá mun ég örugglega segja nei. Ég er annars ekkert að fara frá Chelsea í bráð," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×