Skoðun

Minn tíkarsonur eða þinn

Birna Þórðardóttir skrifar
Alltaf verð ég jafn skelfingu lostin þegar stóri bróðir vestursins ætlar að bjarga heiminum, lýðræðinu og fólkinu – í nafni alls frelsis og kjaftæðis.

Nú á að bjarga fólkinu í Líbíu frá einræðisherranum Gaddafí – hefur ekki verið besti bróðir – Gaddafí – en bróðir samt – Gaddafí – bróðir valdhafa heimsins – örlítið óstýrilátur – en bróðir í geiminu – olíugeiminu. Um það snýst þetta. Hefur einhver rætt um lýðræði eða mannréttindi í Líbíu til þessa?

Hvers vegna nú – jú vegna þess að málið snýst um hvar yfirráðin yfir olíunni lenda.

Hefur einhver rætt um lýðræðið í Sádi-Arabíu – hve margir forsetar hafa ekki fallið að kjólfaldi konungs og kysst – jafnvel hinir norrænustu, ljóshærðustu, hreintrúuðustu og lýðræðissinnuðustu hafa fallið fram og kysst faldinn – olíufaldinn – og þótt ansi góðir – einnig þóst – með sig – býsna góðir – að hafa fengið að kyssa faldinn.

Núna – alþjóðlegt flugbann á Líbíu sem þýðir loftárásir – hefur einhver heyrt um flugskeyti sem hafa rambað af leið – eða eigum við að segja öllu heldur – fólk sem flakkar í veg fyrir flugskeyti – skuggalega leiðinlegt – en þannig er það í Líbíu í dag – fólk flakkar fyrir flugskeytin og þau drepa – við skulum hafa það í huga í hræsnisfullri löngun til þess að hreinsa einn einræðisherra í burtu – og til hvers – já til hvers – til að ná yfirráðum yfir olíunni – kannski með okkar eigin tíkarsonum?

 






Skoðun

Skoðun

Skjárinn og börnin

Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Sjá meira


×