Icesave í erlendum fjölmiðlum Sveinn Valfells skrifar 24. mars 2011 06:00 "Bless the Icelandic people" skrifaði Financial Times í desember á síðasta ári og dáðist að því að Íslendingar hefðu hafnað Icesave II. Ríkisábyrgð á innistæðum umfram tryggingar Tryggingasjóðs væri lagalega hæpin og alls ekki sanngjörn. Bresk og hollensk yfirvöld myndu sjálf aldrei viðurkenna kröfur erlendra innlána á allt að þriðjungi árlegrar þjóðarframleiðslu ef þarlendur banki færi í þrot. Financial Times sagði að Íslendingar hefðu sætt „einelti" og fullyrti að afstaða Íslendinga hafi varpað ljósi á óþægileg sannindi: að stjórnvöldum þjóða væri ekki stætt á því að láta almenning borga fyrir tap einkabanka, að innstæðutryggingakerfi ESB væri ófullnægjandi, og að skiptameðferð alþjóðlegra banka væri ábótavant. Í febrúar á þessu ári skrifar Financial Times aftur um Icesave og hvetur fólk um heim allan til að fylgjast með Icesave, himinninn hafi ekki hrunið þó íslenska þjóðin hafi neitað að borga fyrir mistök bankamanna. Síðar í febrúar fjallar Wall Street Journal einnig um Icesave. Wall Street Journal segir að Bretar og Hollendingar hafi að eigin frumkvæði ákveðið að bæta borgurum sínum skaða vegna taps á innistæðum þeirra í Landsbanka, en það sé algerlega óljóst hvers vegna Íslendingum beri að endurgreiða Bretum og Hollendingum það fé. Skiljanlegt sé ef Íslendingum finnist auðveldast að ljúka málinu núna en það réttlæti engan veginn rúmlega tveggja ára rógsherferð Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi. Tvö helstu dagblöð alþjóðafjármála, Financial Times og Wall Street Journal, hafa bæði lýst miklum efasemdum um framkomu Breta og Hollendinga og lögmæti krafna þeirra. Vonandi hafnar íslenska þjóðin Icesave þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
"Bless the Icelandic people" skrifaði Financial Times í desember á síðasta ári og dáðist að því að Íslendingar hefðu hafnað Icesave II. Ríkisábyrgð á innistæðum umfram tryggingar Tryggingasjóðs væri lagalega hæpin og alls ekki sanngjörn. Bresk og hollensk yfirvöld myndu sjálf aldrei viðurkenna kröfur erlendra innlána á allt að þriðjungi árlegrar þjóðarframleiðslu ef þarlendur banki færi í þrot. Financial Times sagði að Íslendingar hefðu sætt „einelti" og fullyrti að afstaða Íslendinga hafi varpað ljósi á óþægileg sannindi: að stjórnvöldum þjóða væri ekki stætt á því að láta almenning borga fyrir tap einkabanka, að innstæðutryggingakerfi ESB væri ófullnægjandi, og að skiptameðferð alþjóðlegra banka væri ábótavant. Í febrúar á þessu ári skrifar Financial Times aftur um Icesave og hvetur fólk um heim allan til að fylgjast með Icesave, himinninn hafi ekki hrunið þó íslenska þjóðin hafi neitað að borga fyrir mistök bankamanna. Síðar í febrúar fjallar Wall Street Journal einnig um Icesave. Wall Street Journal segir að Bretar og Hollendingar hafi að eigin frumkvæði ákveðið að bæta borgurum sínum skaða vegna taps á innistæðum þeirra í Landsbanka, en það sé algerlega óljóst hvers vegna Íslendingum beri að endurgreiða Bretum og Hollendingum það fé. Skiljanlegt sé ef Íslendingum finnist auðveldast að ljúka málinu núna en það réttlæti engan veginn rúmlega tveggja ára rógsherferð Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi. Tvö helstu dagblöð alþjóðafjármála, Financial Times og Wall Street Journal, hafa bæði lýst miklum efasemdum um framkomu Breta og Hollendinga og lögmæti krafna þeirra. Vonandi hafnar íslenska þjóðin Icesave þann 9. apríl.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar