Skoðun

Niðurlægjandi ákvæði

Átta hæstaréttarlögmenn skrifar
Í nýju samningunum við Breta og Hollendinga mun vera kveðið á um að flytja varnarþing deilunnar við þessar þjóðir frá Íslandi og til þeirra! Það er ótrúlegt að samningamenn Íslendinga skuli semja um þetta.

Hvers vegna er það gert? Er það vegna þess að kröfuþjóðirnar treysta ekki íslenskum dómstólum? Hvernig dettur íslenskum samningamönnum í hug að fallast á slík sjónarmið? Voru þeir fulltrúar fullvalda ríkis við samningsgerðina eða hvað?

Svo er íslenska þjóðin beðin um að samþykkja þessa niðurlægingu við þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Fellum Icesavelögin.



Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Sveinn Snorrason hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.





Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×