Átta lögmönnum svarað Frosti Sigurjónsson skrifar 23. mars 2011 12:53 Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar