Viðskipti erlent

Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu

Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun.

Fjallað er um málið á börsen.dk og þar á bæ finnst mönnum greinilega að tími hafi verið kominn til þess að hefja danskt smurbrauð til þess vegs og virðingar sem það á skilið. Restaurant Schønnemanns hefur smurt brauð ofan í Dani kynslóðum saman „så det synger“ eins og það er orðað á börsen.dk.

Restaurant Schønnemanns er staðsett við Hauser Plads í Kaupmannahöfn og getur rakið sögu sína aftur til ársins 1877. Þessi smurbrauðsstofa er talin ein sú besta í allri Danmörku og skyggir jafnvel á sjálfa Idu Davidsen.

Fyrir utan hágæða danskt smurbrauð hefur Restaurant Schønnemanns þá sérstöðu að auk vínseðils er gestum boðið upp á snapsseðil til að velja rétta drykkinn með smurbrauðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×