Körfubolti

Hrafn: Er mjög bjartsýnn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hrafn á hliðarlínunni í kvöld.
Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Valli
„Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn.

KR tefldi fram nýjum erlendum leikmanni í kvöld, Melissa Ann Jelteman, sem lék frábærlega í liði KR og skoraði 25 stig. Hrafn var ánægður með frammistöðu hennar í kvöld þrátt fyrir að hún hefði aðeins verið hjá liðinu í skamman tíma.

„Við höfðum engan tíma til að leita að leikmanni en vissum af henni í Þýskalandi. Mér sýnist á öllu að við höfum tekið rétta ákvörðun. Keflvíkingar þurftu alltaf að hafa áhyggjur af henni og þá losnaði líka um aðra leikmenn í mínu liði.“

Liðin mættast í þriðju viðureigninni næstkomandi föstudag og þá verður Margrét Kara Sturludóttir lögleg á ný eftir leikbann. Hrafn er því bjartsýnn á framhaldið.

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu en við þurfum að vera á tánum. Þó að Kara verði með okkur í næsta leik þá gefur það okkur ekkert í forskot. Það þurfa allir að mæta brjálaðir til leiks.“


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin

Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×