Viðskipti erlent

Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið

Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Boston Consulting Group hefur unnið um málið. Fyrrgreindar tekjur koma einkum frá kaupum Dana á vörum í gegnum netið, fjárfestingar í netkerfum og vinnu um 30.000 manna þar sem netið er grunnurinn að rekstrinum.

Samkvæmt Boston Consulting Group leggur netið nú meira í púkkið hvað varðar landsframleiðslu Danmerkur en samgöngur og byggingarstarfsemi.

Reiknað er með að hlutdeild netsins í hagkerfi Danmerkur fari vaxandi á næstu árum og muni nema 7,3% af landsframleiðslunni árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×