Viðskipti erlent

Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár

Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Alfred Josefsen forstjóra Irma að menn þar á bæ séu afar ánægðir með árangurinn í fyrra einkum í ljósi þess að harðandi samkeppni milli lágvöruverðsverslana hafi gert verslanareksturinn erfiðari en áður. Josefsen reiknar með að álíka árangur náist í ár hjá Irma þótt keðjan selji dýrari vörur en lágvöruverðsverslanirnar.

Í uppgjörinu kemur fram að Irma hafa lagt niður tvær verslanir á síðasta ári en er með áætlanir um að bæta við fimm nýjum verslunum á Kaupmannahafnarsvæðinu í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×