Innlent

Pálmi Haraldsson: Dómurinn veldur vonbrigðum

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson ætlar að áfrýja sýknudómi, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af fréttaflutningi sínum í mars á síðasta ári.

Þá voru þau María Sigrún Hilmarsdóttir, sem las inngang fréttarinnar, og Páll Magnússon Útvarpsstjóri, einnig sýknuð. Fréttin fjallaði um meinta fjármagnsflutninga Pálma þar sem féð átti að hafa gufað upp í reyk.

Í örstuttri tilkynningu sem Pálmi sendi á fjölmiðla fyrir stundu sagði hann: „Þessi niðurstaða kemur á óvart og veldur vonbrigðum. Dómnum verður að sjálfsögðu áfrýjað.“

Pálmi sýnir fram á fyrir dómi að fréttaflutningur Svavars hafi ekki verið réttur að öllu leyti. Dómari tekur undir þau sjónarmið að hluta en segir það ekki skipta máli, það sem það „hefur ekki verið sýnt fram á að þær fullyrðingar, sem birtust í fréttinni, hafi verið settar fram í vondri trú" eins og sagði í dómsorði.


Tengdar fréttir

Svavar, María og Páll sýknuð - fréttin ekki sett fram í vondri trú

Fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af meiðyrðakröfu Pálma Haraldssonar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var María Sigrún Hilmarsdóttir og Páll Magnússon, einnig sýknuð. María Sigrún las inngang fréttarinnar en Páli var stefnt sem ábyrgðarmanni fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×