Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2011 20:58 Mynd/Valli Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira