Innlent

Snjóflóð féll á Siglufjarðarvegi - verður ekki opnaður í kvöld

Frá Siglufirði
Frá Siglufirði
Siglufjarðarvegur er ófær vegna snjóflóða og ekki verður reynt að opna veginn þar í kvöld, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Norðurlandi og víða skafrenningur eða ofankoma.

Þá eru hálkublettir í Þrengslunum en Hellisheiðin er auð sem og Hringvegurinn austur eftir Suðurlandi. Hins vegar er víða hálka á öðrum vegum á Suðurlandi, jafnvel þæfingsfærð á fáeinum útvegum.   Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja og sumstaðar skafrenningur.

Í tilkynningunni segir ennfremur að búast megi við minniháttar töfum í Hvalfjarðargöngum í nótt frá klukkan 01:00 og fram undir morgun vegna hreinsunar á vegbúnaði.

Þá varar Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferðhreindýra á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×