Bjarni Ben: Ég hef miklar áhyggjur af framvindu mála 21. mars 2011 12:58 Bjarni Benediktsson. „Þetta er enn frekari staðfesting á þeirri óeiningu sem ríkt hefur í stjórnarsamstarfinu. Það hefur myndast djúp gjá um grundvallarmál,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG. Þingmennirnir tilkynntu skyndilega í morgun um úrsögn sína og héldu í kjölfarið blaðamannafund í Alþingishúsinu. Þar kom meðal annars fram að þau hafi sagt sig úr þingflokknum vegna grundvallarmála eins og umsókn inn í ESB, samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave. „Mér finnst mun heiðarlegra að þau gangi úr þingflokknum en að sitja í þingflokki sem segist vilja verja ríkisstjórnina falli en standi á móti henni,“ segir Bjarni og bætir við að honum finnist þau einfaldlega ganga hreint til verks. Hann segir stöðuna nú í raun sýna að stjórnarsamstarfið sé að veikjast smá saman. „Þetta er í raun enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórnina á löngum hrakfallaferli,“ segir Bjarni. Spurður hvort úrsögn þeirra komi honum á óvart svarar Bjarni því til að það komi honum frekar á óvart að það séu þó 33 sem styðji ríkisstjórnina. „Þetta sýnir að þau þurfa bara að fara breyta um stefnu. Það er komið að þeim tímapunkti,“ segir Bjarni og á þá við grundvallaratriði líkt og ESB, AGS og atvinnumál og svo framvegis. Aðspurður hvort það komi til greina að Sjálfstæðisflokkurinn komi með einhverjum hætti að samstarfi ríkisstjórnarinnar, segir Bjarni ekkert slíkt vera í umræðunni. „Ég hef oft sagt að nú þurfi menn að einbeita sér að þjóðarhag og það gerum við með því að einbeita okkur að fáum verkefnum og flýta kosningum,“ segir Bjarni. Hann segist hinsvegar hafa alvarlegar áhyggjur af framvindu mála vegna ríkisstjórnarinnar. „Hér er algjör stöðnun í atvinnulífinu og enginn hagvöxtur. Ég hef miklar áhyggjur af framvindu mála.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Þetta er enn frekari staðfesting á þeirri óeiningu sem ríkt hefur í stjórnarsamstarfinu. Það hefur myndast djúp gjá um grundvallarmál,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG. Þingmennirnir tilkynntu skyndilega í morgun um úrsögn sína og héldu í kjölfarið blaðamannafund í Alþingishúsinu. Þar kom meðal annars fram að þau hafi sagt sig úr þingflokknum vegna grundvallarmála eins og umsókn inn í ESB, samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave. „Mér finnst mun heiðarlegra að þau gangi úr þingflokknum en að sitja í þingflokki sem segist vilja verja ríkisstjórnina falli en standi á móti henni,“ segir Bjarni og bætir við að honum finnist þau einfaldlega ganga hreint til verks. Hann segir stöðuna nú í raun sýna að stjórnarsamstarfið sé að veikjast smá saman. „Þetta er í raun enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórnina á löngum hrakfallaferli,“ segir Bjarni. Spurður hvort úrsögn þeirra komi honum á óvart svarar Bjarni því til að það komi honum frekar á óvart að það séu þó 33 sem styðji ríkisstjórnina. „Þetta sýnir að þau þurfa bara að fara breyta um stefnu. Það er komið að þeim tímapunkti,“ segir Bjarni og á þá við grundvallaratriði líkt og ESB, AGS og atvinnumál og svo framvegis. Aðspurður hvort það komi til greina að Sjálfstæðisflokkurinn komi með einhverjum hætti að samstarfi ríkisstjórnarinnar, segir Bjarni ekkert slíkt vera í umræðunni. „Ég hef oft sagt að nú þurfi menn að einbeita sér að þjóðarhag og það gerum við með því að einbeita okkur að fáum verkefnum og flýta kosningum,“ segir Bjarni. Hann segist hinsvegar hafa alvarlegar áhyggjur af framvindu mála vegna ríkisstjórnarinnar. „Hér er algjör stöðnun í atvinnulífinu og enginn hagvöxtur. Ég hef miklar áhyggjur af framvindu mála.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira