Innlent

Rúmlega þrjú þúsund mótmæla skólatillögum

Um 3300 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista á síðunni börn.is þar sem skorað er á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaráformum í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar.

Hópurinn sem stendur að átakinu er að eigin sögn óháð og ópólítísk grasrótarhreyfing uprunnin í Breiðholti þótt hún hafi á að skipa aðilum víðar að úr borginni. Á síðunni segir meðal annars að sparnaðaraðgerðirnar séu gróf aðför að framtíð Reykvískra barna.

Þá segir að borgin verði að sýna fram á að fyrirliggjandi breytingar hafi í för með sér vel rökstuddan sparnað og að gætt sé að faglegu starfi. „Þessir þættir hafa ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggja fyrir.“

Hér má sjá listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×