Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2011 20:57 Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira