Innlent

Efast um krónuna til langs tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson segir að til langs tíma litið sé ekki vist að Íslendingar geti haldið í krónuna.
Árni Þór Sigurðsson segir að til langs tíma litið sé ekki vist að Íslendingar geti haldið í krónuna.
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, segir að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga næstu árin. Hann telur hins vegar að miklar breytingar verði á myntkerfi í heiminum í framtíðinni og ekki sé sjálfgefið að Íslendingar verði með krónuna til langs tíma.

„Ég held að það muni fækka gjaldmiðlum - íslenska krónan er smæsti sjálfstæði gjaldmiðillinn í heimi," sagði Árni Þór Sigurðsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann hefði því ákveðnar efasemdir um framtíð hennar.

Þá sagði Árni Þór að ráðast þyrfti í almennar aðgerðir til að örva atvinnulífið á Íslandi. Tók hann fram að hann ætti við breytingar á skattakerfinu og var þá einkum að tala um breytingar á tryggingagjaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×