Innlent

Samstöðufundur fyrir Rottweilertíkina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dýralæknir vill lóga tíkinni Christel.
Dýralæknir vill lóga tíkinni Christel.
Meira en 500 manns sýna Rottweilertíkinni Christel stuðning á fésbókarsíðu sem stofnuð var til að vekja athygli á málstað hennar. Dýravinir hafa efnt til mótmæla í Garðheimum í dag til að krefjast þess að tíkin fái að halda lífi. Christel komst í fréttirnar um daginn eftir að hún beit gestkomandi í húsi í Hveragerði þar sem hún var bundin fyrir utan húsið. Eftir það tók dýraeftirlitsmaður hana í vörslu sína og héraðsdýralæknir metur stöðuna svo að lóga beri tíkinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×