Innlent

Samþykkt að framkvæma óháða úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur.
Á borgarstjórnarfundi í kvöld var samþykkt, með öllum greiddum atkvæðum, tillaga um að fela borgarstjóra að láta fara fram óháða úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.

Í bókun borgarstjórnar segir meðal annars:

„Borgarstjóra er falið að láta fara fram óháða úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur með það fyrir augum að draga fram með skýrum hætti orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem fyrirtækið hefur ratað í".

Svo segir að úttektin skuli taka yfir tímabilið frá stofnun fyrirtækisins til dagsins í dag. Mikilvægt sé að úttekt þessi fari fram í samstarfi eigenda Orkuveitu Reykjavíkur.

Þá kemur ennfremur fram að í bókuninni að borgarstjóri skuli leitast við að koma á slíku samstarfi. Þessi vinna á að hefjast tafarlaust samkvæmt tillögunni.


Tengdar fréttir

Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni

Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013.

Ekki svaravert segir borgarstjóri

„Við teljum þetta ekki svaravert,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, spurður um frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að ein ástæða þess að illa gangi með endurfjármögnun lána Orkuveitunnar sé Facebook-færsla Jóns um að fyrirtækið sé „á hausnum“.

Orkuveitan gat fengið milljarðalán hjá Landsbankanum

Orkuveitan átti aðgang að átta milljarða lánalínu hjá Landsbanka Íslands á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins sagði fyrirtækið gjaldþrota. Lán frá Landsbankanum hefði verið á verri kjörum en milljarðalán borgarinnar til fyrirtækisins, segir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar.

Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans

Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar.

Alfreð Þorsteinsson: Þetta var leikrit

Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar til margra ára kallar aðgerðir meirihlutans í borginni vegna Orkuveitunnar leikrit. Hann hafi skilið við fyrirtækið í góðum rekstri.

Afborganir af lánum Orkuveitunnar á pari við Icesave

Skammtímalán í erlendri mynt sem Orkuveitan tók á árunum 2006 til 2008 urðu fyrirtækinu að falli. Afborganir af lánum Orkuveitunnar verða af svipaðri stærðargráðu og bestu spár um kostnaðinn við Icesave gera ráð fyrir.

Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði

Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri. Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina. "Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum,“ segir Bjarni. Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni: "Ég er með 1340 þúsund.“ Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: "Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum,“ segir hann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum. Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota. "Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu,“ segir Dagur.

Ummæli talin skaða fjármögnun Orkuveitunnar

Samningaumleitan Orkuveitunnar við hóp helstu lánveitenda sinna um endurfjármögnun milljarða lána ganga ekki sem skyldi. Talið er að ummæli borgarstjóra og helstu stjórnenda orkuveitunnar um bága fjárhagstöðu hennar í fjölmiðlum hafi þar áhrif.

Orkuveitan fær ekki lán

Erlend lánafyrirtæki hafa ekki viljað veita Orkuveitu Reykjavíkur lán og hefur norræni fjárfestingarbankinn sett fyrirtækið í frost. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóra Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×