Erlent

Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínumenn hafa verið að gera árásir inn í Rússland.
Úkraínumenn hafa verið að gera árásir inn í Rússland. AP/Úkraínuher/Oleg Petrasiuk

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni.

 Í daglegu ávarpi sínu í nótt sagði hann að Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni, þeir hafi byrjað það og þurfi því að taka afleiðingunum. 

Hann minntist ekki sérstaklega á aðgerðirnar í Kursk en Rússar segja að rúmlega þúsund úkraínskir hermenn hafi farið yfir landamærin á skriðdrekum og brynvörðum ökutækjum. 

Svo virðist sem að um eina stærstu aðgerð Úkraínuhers innan landamæra Rússlands til þessa sé að ræða og hefur Pútín Rússlandsforseti sakað Úkraínu um stórfellda ögrun og varnarmálaráðuneyti Rússa segir að liðsauki sé á leiðinni á svæðið. 

Óljóst er þó um tilgang aðgerðarinnar eða hvað hefur gengið á þar síðustu daga því fregnir eru af skornun skammti. 

Í ávarpi sínu í gær sagði Selenskí einnig að allir sjái að Úkraínuher geti komið á óvart og náð árangri.


Tengdar fréttir

Fregnir af á­hlaupi Úkraínu­manna í Rúss­landi enn ó­ljósar

Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×