Innlent

Dæmdir til þess að greiða samanlagt 208 milljónir í sekt

Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Tveir karlmenn um sextugt voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi hvor um sig fyrir stórfellt brot gegn skattalögum með því að standa ekki skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélags sem þeir ráku.

Dómur mannanna er skilorðsbundinn og fellur refsingin niður að liðnum 2 árum frá uppsögu dómsins haldi þeir almennt skilorð.

Aftur á móti er mönnunum gert að greiða samtals 208 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dómsins ella sæta fangelsi í 12 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×