Innlent

Borgarstjóri mælti fyrir björgunarpakka vegna OR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri mælti fyrir tillögunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr borgarstjóri mælti fyrir tillögunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr borgarstjóri mælti fyrir tillögum um björgunaraðgerðir til handa Orkuveitu Reykjavíkur á aukaborgarstjórnarfundi sem nú fer fram. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg veiti Orkuveitu Reykjavíkur lán að fjárhæð átta milljarðar króna hinn 1. apríl næstkomandi og að fjárhæð fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2013.

Í tillögunni áskilur borgarstjórn sér að undirbúa sölu allra eigna utan kjarnastarfsemi OR, í samræmi við fimm ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. mars 2011. Samkvæmt tillögunni er einnig gert ráð fyrir því að kannaður verði fýsileiki þess að Reykjavíkurborg kaupi hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi og endurleigi fyrirtækinu til langs tíma.

Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir því að kannaður verði möguleiki þess að Gagnaveitan, sem skilgreind hefur verið sem hluti kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, verði grunnur að sameiginlegu grunneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×