Viðskipti erlent

Mikil verðhækkun á olíu í dag

Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins.

Það eru áhyggjur af stöðunni í Líbýu sem veldur þessari hækkun sem svo virðist sem átökin þar séu að færast í aukana.

Á síðustu þremur ársfjórðungum hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um rúmlega 56% og hefur nú náð svipuðum hæðum og það náði síðsumars árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×